Sólarlandaferðir

Með kaupum Sumarferða á Ferðaskrifstofu Íslands í gær bítast aðeins tvær ferðaskrifstofur um sólarlandaferðir og orlofsferðir Íslendinga til útlanda.

Undir hatti Ferðaskrifstofu Íslands, sem var í eigu FL Group voru Plús-ferðir og Úrval-útsýn og þegar sá rekstur er lagður saman við umsvif Sumarferða, er markaðshlutdeildin nýju sameinuðu ferðaskrifstofunnar 60 til 65 prósent, og markaðshlutdeild eina samkeppnisaðillans, sem er Heimsferðir, 35 til 40 prósent. Að sögn Þorsteins Guðjónssonar verða öll vörumerkin notuð fyrst um sinn, að minnstakosti en fyrstu samlegðraráhrifa af sameiningunni verður vart í samnýtingu flugvélasamninga. Ferðaskrifstofa Íslands hefur að mestu skipt við FL Group en Sumarferðir við Span Air, sem er í eigu SAS. Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða breytingar kunna að verða á því í framtíðinni.

Rétt er að árétta að eins og staðan er á ferðamarkaðnum þá sjá flugfélögin Icelandair og Iceland Express um þrjá fjórðu hluta þeirra ferða sem Íslendingar fara. Ferðaskrifstofurnar bítast því aðeins um fjórðung markaðarins. Auk þess hefur sænska ferðaskrifstofan Appolo nýhafið sölu ferða hérlendis og er enn óþekkt stærð á markaði.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband